Erfiðara ef við hefðum ekki fengið Ísland Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 07:00 Gareth Southgate og Roberto Martínez, þjálfarar Englands og Belgíu, léttir í bragði eftir að dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í dag. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30
100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn