Sportpakkinn: Mætast í fyrsta sinn í bikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir átta árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Virgil van Dijk og Tammy Abraham eigast við í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. vísir/getty Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30
Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00
Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00