Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 19:15 Um miðjan febrúar var greint frá því að verkfall starfsmanna Eflingar hafi meðal annars haft áhrif á skólastarf í Réttarholtsskóla. Víða í skólanum var farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30
Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29
Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30