Casilla miður sín og neitar sök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:00 Casilla, til hægri, neitar því að hafa sagt niðrandi orð í garð Leko. Vísir/Getty Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð. Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi. Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull CityCasilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“ „Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni. pic.twitter.com/Tb1VXsjrnW — Kiko Casilla 13 (@KikoCasilla13) February 28, 2020 Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa. Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00 Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Casilla var dæmdur í átta leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í september. Þá ku markvörðurinn spænski hafa átt í orðaskiptum við Jonathan Leko, leikmann Charlton Athletic, sem túlkuðu hafa verið sem kynþáttaníð. Fyrir það fékk hann umrætt átta leikja bann sem þýðir að hann missir af mikilvægum leikjum Leeds United í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var honum gert að borga 60 þúsund pund í sekt sem og að sitja námskeið í umburðarlyndi. Það kom þó ekki að sök um helgina er Leeds lagði Hull City örugglega með fjórum mörkum gegn engu.Sjá einnig: Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull CityCasilla hefur nú tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar neitar hann ákærunni og segist vera „mjög leiður og niðurbrotinn yfir því að hafa verið ásakaður um kynþáttaníð.“ „Kynþáttaníð á ekki að vera liðið í fótbolta, íþróttum eða öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Casilla einnig. Þá segir hann að síðustu fimm mánuðir hafi verið þeir erfiðustu á ferli sínum og að hann muni taka refsingunni þó hann sé ósammála henni. pic.twitter.com/Tb1VXsjrnW — Kiko Casilla 13 (@KikoCasilla13) February 28, 2020 Leeds hefur stutt við bakið á Casilla og segir í yfirlýsingu að nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt hann sekan út frá líkum frekar en að sýna fram á sekt hans án alls vafa. Markvörðurinn hafði spilað alla 35 leiki Leeds í ensku B-deildinni en liðið situr í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði West Bromwich Albion þegar 10 leikir eru eftir af leiktíðinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00 Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Spánverjinn Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð. 29. febrúar 2020 11:00
Sjáðu mörkin er Leeds vann stórsigur á Hull City Leeds United hefur verið að finna rétta formið undanfarnar vikur og vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið mætti Hull í hádeginu. 29. febrúar 2020 15:00