Óttast að álag og tengslarof muni hrjá börn og ungmenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:20 Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira