Sundlaugargestir hafa kallað til lögreglu vegna tveggja metra reglunnar Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2020 21:24 Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að heilt yfir hafi vel gengið að halda tveggja metra regluna í sundlaugum borgarinnar. „Við erum auðvitað með takmarkanir og getum því ekki tekið við öllum þeim sem vilja koma. Það þýðir það að við erum með raðir, fólk er ósköp rólegt og tekur tillit til þess,” segir Steinþór. Lögregla hafi í reglubundnu eftirliti með opinberum stöðum kíkt í sundlaugar og skoðað aðstæður en einnig hafi komið til þess að sundlaugargestir hafi sjálfir kallað til lögreglu vegna skorts á framfylgd fjarlægðarreglna. „Við náttúrulega biðlum til fólks að gestir taki tillit til annarra og að þeir passi sjálfir upp á tveggja metra regluna. Við pössum upp á fjöldatakmörkunina og getum því bara tekið ákveðinn fjölda inn. Svo verður hver og einn gestur að taka tillit til allra í kringum sig,” segir skrifstofustjórinn. Steinþór segir þá að starfsfólki sundlauganna geti reynst erfitt að átta sig á því hvaða aðilar eru fjölskyldumeðlimir og hverjir þekkjast ekki þegar reglum er framfylgt. Þá sé von á margmenni í sundlaugum um helgina líkt og hefur verið í veðurblíðu vikunnar. „Það eru góðir dagar núna og þá vilja allir koma í sund. Í góðu veðri verða biðraðir og það er bara það sem menn þurfa að taka tillit til,” sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að heilt yfir hafi vel gengið að halda tveggja metra regluna í sundlaugum borgarinnar. „Við erum auðvitað með takmarkanir og getum því ekki tekið við öllum þeim sem vilja koma. Það þýðir það að við erum með raðir, fólk er ósköp rólegt og tekur tillit til þess,” segir Steinþór. Lögregla hafi í reglubundnu eftirliti með opinberum stöðum kíkt í sundlaugar og skoðað aðstæður en einnig hafi komið til þess að sundlaugargestir hafi sjálfir kallað til lögreglu vegna skorts á framfylgd fjarlægðarreglna. „Við náttúrulega biðlum til fólks að gestir taki tillit til annarra og að þeir passi sjálfir upp á tveggja metra regluna. Við pössum upp á fjöldatakmörkunina og getum því bara tekið ákveðinn fjölda inn. Svo verður hver og einn gestur að taka tillit til allra í kringum sig,” segir skrifstofustjórinn. Steinþór segir þá að starfsfólki sundlauganna geti reynst erfitt að átta sig á því hvaða aðilar eru fjölskyldumeðlimir og hverjir þekkjast ekki þegar reglum er framfylgt. Þá sé von á margmenni í sundlaugum um helgina líkt og hefur verið í veðurblíðu vikunnar. „Það eru góðir dagar núna og þá vilja allir koma í sund. Í góðu veðri verða biðraðir og það er bara það sem menn þurfa að taka tillit til,” sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira