Nýja snjóhengjan Jóhannes Þór Skúlason skrifar 21. ágúst 2020 14:30 Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun