Farþegarnir lifðu fyrstu eldflaugina af Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 10:21 Upptökur úr flugvélinni sýna að farþegar voru lifandi áður en seinni eldflaugin hitti og flugvélin hrapaði í ljósum logum. AP/Ebrahim Noroozi Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt. Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira