Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2020 12:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Friðrik Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent