Verdens Gang spurði Ingibjörgu hvort hún væri of gróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:30 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar góðum sigri með félögum sínum í Vålerenga liðinu. Ingibjörg situr fyrir framan og heldur uppi þremur fingrum til marks um stigin þrjú. Mynd/@VIFDamer Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020 Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti