Gjörsamlega missti sig er Þróttur V. tryggði sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 14:00 Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun Þróttar þann 9. júlí og hefur liðinu gengið frábærlega síðan. mynd/þróttur v Þróttur Vogum vann Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á dögunum og lyfti sér þar með upp í 2. sæti deildarinnar. Mikill meðbyr er í Vogunum og leikur allt í lyndi, sérstaklega síðan Hermann Hreiðarsson tók við liðinu. Það er ekki aðeins mikið fjör inn á vellinum en sá sem sér um að lýsa leikjum liðsins - á heimavelli það er - virðist skemmta sér konunglega og minnir um margt á Suður-Ameríska lýsendur sem lifa sig vel og innilega inn í leikina sem þeir lýsa. Leikurinn gegn Dalvík/Reyni fór fram á Vogaídýfuvellinum, heimavelli Þróttar Vogum. Heimamenn unnu hann örugglega 3-0 þökk sé tvennu Viktors Smára Segatta og sjálfsmarki leikmanns Dalvíkur/Reynis. Það sem vakti þó jafn mikla ef ekki meiri athygli en úrslit leiksins fram frammistaða lýsanda leiksins sem var sýndur beint á Youtube-rás Þróttar. Sá heitir Vignir Már Eiðsson og fór hreinlega á kostum í lýsingu sinni á leiknum. Lýsngin á öðru marki Þróttar vakti sérstaka kátínu. Það var sjálfsmark leikmanns Dalvíkur/Reynis eftir að Sigurður Gísli Snorrason hafði fíflað mann og annan á vinstri vængnum. Lýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þróttarar eru eins og áður sagði í 2. sæti deildarinnar, á markatölu þó en Selfyssingar eru einnig með 22 stig. Þá eru Fjarðabyggð og Haukar með 21 stig og Njarðvík með 20 stig. Pakkinn er þéttur frá 2. til 6. sætis deildarinnar en Kórdrengir tróna á toppi deildarinnar með 26 stig þegar 11 umferðum er lokið. Þróttarar hafa þó verið á miklu skriði undanfarið en þeirra eini tapleikur kom í 3. umferð deildarinnar, þann 3. júlí. Síðan þá hefur liðið leikið átta leiki án ósigurs og er til alls líklegt í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Þróttur Vogum vann Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á dögunum og lyfti sér þar með upp í 2. sæti deildarinnar. Mikill meðbyr er í Vogunum og leikur allt í lyndi, sérstaklega síðan Hermann Hreiðarsson tók við liðinu. Það er ekki aðeins mikið fjör inn á vellinum en sá sem sér um að lýsa leikjum liðsins - á heimavelli það er - virðist skemmta sér konunglega og minnir um margt á Suður-Ameríska lýsendur sem lifa sig vel og innilega inn í leikina sem þeir lýsa. Leikurinn gegn Dalvík/Reyni fór fram á Vogaídýfuvellinum, heimavelli Þróttar Vogum. Heimamenn unnu hann örugglega 3-0 þökk sé tvennu Viktors Smára Segatta og sjálfsmarki leikmanns Dalvíkur/Reynis. Það sem vakti þó jafn mikla ef ekki meiri athygli en úrslit leiksins fram frammistaða lýsanda leiksins sem var sýndur beint á Youtube-rás Þróttar. Sá heitir Vignir Már Eiðsson og fór hreinlega á kostum í lýsingu sinni á leiknum. Lýsngin á öðru marki Þróttar vakti sérstaka kátínu. Það var sjálfsmark leikmanns Dalvíkur/Reynis eftir að Sigurður Gísli Snorrason hafði fíflað mann og annan á vinstri vængnum. Lýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þróttarar eru eins og áður sagði í 2. sæti deildarinnar, á markatölu þó en Selfyssingar eru einnig með 22 stig. Þá eru Fjarðabyggð og Haukar með 21 stig og Njarðvík með 20 stig. Pakkinn er þéttur frá 2. til 6. sætis deildarinnar en Kórdrengir tróna á toppi deildarinnar með 26 stig þegar 11 umferðum er lokið. Þróttarar hafa þó verið á miklu skriði undanfarið en þeirra eini tapleikur kom í 3. umferð deildarinnar, þann 3. júlí. Síðan þá hefur liðið leikið átta leiki án ósigurs og er til alls líklegt í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30