Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:38 Melania Trump flutti ræðu sína í rósagarði Hvíta hússins að viðstöddum áhorfendum, í þeirra hópi var eiginmaðurinn. Getty/ Alex Wong Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40
Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20