Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2020 10:00 Kleifarvatn í ljósaskiptunum. Mynd: www.veidikortid.is Það er víðar að veiðast urriði en við Þingvallavatn þessa dagana og eitt af þeim vötnum sem oft kemur á óvart er Kleifarvatn. Það er þó ekki allra að hafa þolinmæðina sem þarf til að ganga vel við vatnið en ef þú ert búinn að þola það að fara í nokkur skipti í vor uppá Þingvelli án þess að verða var ertu kannski í ágætri æfingu. Það er nefnilega eitt sem gleymist að nefna varðandi góðann árangur í urriðaveiði í þessum vötnum á vorin en það er mikil ástundin. Þú þarft að vera tilbúinn til að fara dálítið oft áður en bingókvöldið brestur á. Alla vega svona yfirleitt. Það eru nokkrir sem halda sérstöku ástfóstri við Kleifarvatn og ekki að ástæðulausu. Nokkrir veiðimenn hafa nefnilega verið að gera ágæt kvöld við vatnið síðustu sólardagana en skilyrðin sem eru einmitt sögð vera best eru kvöldin á björtum dögum milli tíu á kvöldin og fram til eitt eða jafnvel tvö um nóttina. Þá fyrst er urriðinn í vatninu að koma upp úr dýpinu. Það voru nokkrir að veiða við vatnið í gær og við vitum alla vega af einum veiðimanni sem fékk líklega eina átta eða níu urriða mjög seint í gærkvöldi. Sá stærsti um 70 sm en hinir flestir millil 50 og 60 sm. Allir komu þeir á stórar straumflugur sem voru veiddar djúpt og á hröðu strippi. Einhverjir hafa líka verið að fá fisk á spúna sem og beitu. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði
Það er víðar að veiðast urriði en við Þingvallavatn þessa dagana og eitt af þeim vötnum sem oft kemur á óvart er Kleifarvatn. Það er þó ekki allra að hafa þolinmæðina sem þarf til að ganga vel við vatnið en ef þú ert búinn að þola það að fara í nokkur skipti í vor uppá Þingvelli án þess að verða var ertu kannski í ágætri æfingu. Það er nefnilega eitt sem gleymist að nefna varðandi góðann árangur í urriðaveiði í þessum vötnum á vorin en það er mikil ástundin. Þú þarft að vera tilbúinn til að fara dálítið oft áður en bingókvöldið brestur á. Alla vega svona yfirleitt. Það eru nokkrir sem halda sérstöku ástfóstri við Kleifarvatn og ekki að ástæðulausu. Nokkrir veiðimenn hafa nefnilega verið að gera ágæt kvöld við vatnið síðustu sólardagana en skilyrðin sem eru einmitt sögð vera best eru kvöldin á björtum dögum milli tíu á kvöldin og fram til eitt eða jafnvel tvö um nóttina. Þá fyrst er urriðinn í vatninu að koma upp úr dýpinu. Það voru nokkrir að veiða við vatnið í gær og við vitum alla vega af einum veiðimanni sem fékk líklega eina átta eða níu urriða mjög seint í gærkvöldi. Sá stærsti um 70 sm en hinir flestir millil 50 og 60 sm. Allir komu þeir á stórar straumflugur sem voru veiddar djúpt og á hröðu strippi. Einhverjir hafa líka verið að fá fisk á spúna sem og beitu.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði