Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2020 10:00 Flott bleikja úr Ásgarði í Soginu Mynd: www.lax-a.is Sogið er eitt af þeim veiðisvæðum sem hefur átt á brattan að sækja undanfarin ár en veiðireglum hefur verið breytt undanfarið til að vernda stofna Sogsins. Bleikjuveiðin í Soginu var fyrir mörgum árum oft ansi mikil en hefur undanfarin ár verið að minnka. Þær skemmtilegu fréttir hafa aftur á móti verið að berast af ársvæði þeirra Lax-Á manna við Ásgarð að bleikjuveiðin hefur verið mun betri en undanfarin ár sem er mikið gleðiefni því Sogið er magnað svæði til að eltast við silung. Lax-Á hefur tekið þá ákvörðun að breyta veiðireglum en frekar til að vernda og styrkja stofn bleikjustofn Sogsins og því fagna líklega flestir enda er þarna verið að stíga mjög þarft skref til verndar bleikjunni. Hér er tilkynning frá af vef Lax-Á:"Að gefnu tilefni höfum við ákveðið að breyta veiðireglum í silungsveiðinni í Ásgarði og verður svæðið hér eftir veiða og sleppa eingöngu.Við vorum með hóflegan kvóta upp á eina bleikju á stöng á dag en því miður var það ekki nóg fyrir suma. Bleikjustofninn í ánni hefur verið á undanhaldi og því stígum við þetta skref til að reyna að leggja okkar að mörkum til uppbyggingar. Þeir sem hafa keypt leyfi og sætta sig illa við nýjar reglur geta fengið endurgreitt.Annars hefur veiðin í Ásgarði í vor verið hreint stórkostleg og vel á annað hundrað silungar veiddir. Göngum vel um ána svo að við getum áfram haft gaman við veiðarnar." Stangveiði Mest lesið Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Veiði Þverá í útboð Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði
Sogið er eitt af þeim veiðisvæðum sem hefur átt á brattan að sækja undanfarin ár en veiðireglum hefur verið breytt undanfarið til að vernda stofna Sogsins. Bleikjuveiðin í Soginu var fyrir mörgum árum oft ansi mikil en hefur undanfarin ár verið að minnka. Þær skemmtilegu fréttir hafa aftur á móti verið að berast af ársvæði þeirra Lax-Á manna við Ásgarð að bleikjuveiðin hefur verið mun betri en undanfarin ár sem er mikið gleðiefni því Sogið er magnað svæði til að eltast við silung. Lax-Á hefur tekið þá ákvörðun að breyta veiðireglum en frekar til að vernda og styrkja stofn bleikjustofn Sogsins og því fagna líklega flestir enda er þarna verið að stíga mjög þarft skref til verndar bleikjunni. Hér er tilkynning frá af vef Lax-Á:"Að gefnu tilefni höfum við ákveðið að breyta veiðireglum í silungsveiðinni í Ásgarði og verður svæðið hér eftir veiða og sleppa eingöngu.Við vorum með hóflegan kvóta upp á eina bleikju á stöng á dag en því miður var það ekki nóg fyrir suma. Bleikjustofninn í ánni hefur verið á undanhaldi og því stígum við þetta skref til að reyna að leggja okkar að mörkum til uppbyggingar. Þeir sem hafa keypt leyfi og sætta sig illa við nýjar reglur geta fengið endurgreitt.Annars hefur veiðin í Ásgarði í vor verið hreint stórkostleg og vel á annað hundrað silungar veiddir. Göngum vel um ána svo að við getum áfram haft gaman við veiðarnar."
Stangveiði Mest lesið Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Veiði Þverá í útboð Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði