Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:03 Cameron Mander dómari gaf sér góðan tíma við dómsuppkvaðninguna í morgun. Getty/John Kirk-Anderson Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29