„Væri stórt fyrir félagið að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 14:14 Óttar Magnús Karlsson hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/daníel Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira