Óvenju mörg sjálfsvíg það sem af er ári Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. ágúst 2020 18:40 Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Geðheilbrigði Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Geðheilbrigði Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira