Alfreð vill koma sjálfum sér á ról: Ekki verið gaman að geta ekki sýnt sitt rétta andlit Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 15:00 Alfreð Finnbogason í landsleik gegn Andorra í fyrra. VÍSIR/GETTY Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti