Hótel og gistiheimili keppast um að bjóða nemendum gistingu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 21:31 Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Vísir/Arnar Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira