Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2020 15:45 Breiðan í Elliðaánum Mynd: KL Laxveiðitímabilið er farið af stað fyrst með góðri opnun við Urriðafoss í Þjórsá og svo í dag voru alla vega fimm laxar komnir á land í Norðurá sem opnaði fyrir veiði í dag. Það er mikill spenningur eins og venjulega hjá veiðimönnum á fyrstu dögum hvers veiðitímabils og það hve vel hefur gengið fyrstu vaktirnar gefur góða von um gott sumar. En það er fleira sem kemur til. Lax hefur sést í flestum ánum á vesturlandi og einhverjum af ánum fyrir norðan en sú á sem er líklega best vöktuð af þeim öllum, Elliðaárnar, er þegar farin að sjá sína fyrstu lónbúa og í dag í glampandi sól og blíðu máttu sjá í bláa og silfraða laxa á Breiðunni. Það lágu í það minnsta fjórir til fimm laxar á Breiðunni rétt fyrir hádegið og þetta gerir ekki annað en að auka á bjartsýni fyrir því að þær væntingar sem eru fyrir þetta veiðisumar séu fyllilega réttlætanlegar. Næstu ár sem opna eru til að mynda Þverá og Kjarrá sem og Blanda sem opna á morgun og það er víst að vel verður fylgst með því. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði
Laxveiðitímabilið er farið af stað fyrst með góðri opnun við Urriðafoss í Þjórsá og svo í dag voru alla vega fimm laxar komnir á land í Norðurá sem opnaði fyrir veiði í dag. Það er mikill spenningur eins og venjulega hjá veiðimönnum á fyrstu dögum hvers veiðitímabils og það hve vel hefur gengið fyrstu vaktirnar gefur góða von um gott sumar. En það er fleira sem kemur til. Lax hefur sést í flestum ánum á vesturlandi og einhverjum af ánum fyrir norðan en sú á sem er líklega best vöktuð af þeim öllum, Elliðaárnar, er þegar farin að sjá sína fyrstu lónbúa og í dag í glampandi sól og blíðu máttu sjá í bláa og silfraða laxa á Breiðunni. Það lágu í það minnsta fjórir til fimm laxar á Breiðunni rétt fyrir hádegið og þetta gerir ekki annað en að auka á bjartsýni fyrir því að þær væntingar sem eru fyrir þetta veiðisumar séu fyllilega réttlætanlegar. Næstu ár sem opna eru til að mynda Þverá og Kjarrá sem og Blanda sem opna á morgun og það er víst að vel verður fylgst með því.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði