Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 23:00 Trump ræðir við fyrirtækjaeigendur í Kenosha í dag. Forsetinn reyndi að eigna sér heiður af því að hafa stillt til friðar í borginni með því að kalla út þjóðvarðliðið. Hann kom þó hvergi nærri þeirri ákvörðun sem ríkisstjóri Wisconsin tók. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut og særði svartan mann sem varð kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Þess í stað lýsti forsetinn óeirðum í borginni sem „innanlandshryðjuverkastarfsemi“ og fór rangt með það sem þar hefur gerst. Til átaka hefur komið í Kenosha í kringum mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið sunnudaginn 23. ágúst. Blake liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, lamaður fyrir neðan mitti. Atvikið var sem olía á eldinn í kjölfar dráps lögreglu í Minnesota á George Floyd í maí en það hratt af stað mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem geisar ennþá í sumum borgum. Eldar voru kveiktir í borginni fyrstu daga mótmælanna og eignarskemmdir voru framdar sem eru taldar hlaupa á hundruð milljónum króna. Ófriðurinn náði hámarki sínu þegar sautján ára gamall piltur úr hópi vopnaðra sjálfskipaðra lögreglumanna skaut tvo mótmælendur til bana og særði þann þriðja í síðustu viku. Ástandið hefur róast verulega síðan þá. Trump heimsótti Kenosha í dag þvert á vilja borgar- og ríkisyfirvalda sem óttuðust að forsetinn ýfði upp ófriðaröldur á nýjan leik. Ræddi Trump við fyrirtækjaeigendur sem hafa orðið fyrir tjóni í mótmælunum og reyndi að kenna demókrötum um ástandið. „Þetta eru ekki gjörðir friðsamra mótmælenda heldur í raun og veru innanlandshryðjuverk,“ sagði Trump og skammaði borgarstjóra og ríkisstjóra úr röðum demókrata fyrir að vilja ekki þiggja aðstoð alríkisstjórnarinnar til þess að kveða niður mótmæli og óeirðir. Telur ofbeldi lögreglu gegn svörtum ekki kerfislægt Forsetinn minntist ekki á að upphaf ólgunnar í Kenosha hefði verið enn eitt atvikið þar sem lögreglumenn skjóta blökkumann. Hann bauð fram aðstoð alríkisstjórnarinnar við að byggja upp borgina. Upplýsti forsetinn að hann hefði reynt að hafa samband við móður Blake en kosið að ræða ekki við hana þegar fjölskyldan setti fram þá kröfu að lögmaður hlýddi á samtalið. Á viðburði í Kenosha neitaði Trump því að kerfislæg kynþáttahyggja sé til staðar hjá lögregluliði Bandaríkjanna. Viðurkenndi hann að einhver „rotin epli“ væru í lögreglunni og stundum gerðist „eitthvað“. „Þeir kalla það að klikka [e. choking] og það gerist,“ sagði Trump sem hefur ítrekað líkt lögreglumönnum sem beita óhóflegu ofbeldi við kylfing sem klikkar á höggi undanfarna daga. Trump og framboð hans hafa reynt að stilla Joe Biden upp við vegg og fá hann til að fordæma mótmælendur og óeirðir enn meir en hann hefur gert. Á sama tíma hefur Trump þráast við að fordæma stuðningsmenn sína sem hafa drepið og æst til ófriðar undanfarna daga.AP/Carolyn Kaster Fordæmdi ekki piltinn sem drap mótmælendur Trump, sem hefur átt undir högg að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum um nokkurra mánaðaskeið, hefur freistað þess að gera mótmælin og óeirðir að miðpunkti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember. Hefur hann stillt sjálfum sér upp sem frambjóðanda „laga og reglu“ og sakað Biden ranglega um að vera handbendi róttækra vinstrimanna og stjórnleysingja. Biden hefur fordæmt ofbeldisfull mótmæli og skorað á Trump að gera það sama. Í heimsókninni til Kenosha fór Trump hins vegar frjálslega með sannleikann um atburðina þar, þar á meðal um unga manninn sem skaut mótmælendur til bana. Sá mætti á mótmælin til að andæfa þeim sem kröfðust jafnréttis kynþátta og er grunaður um ólöglegan vopnaburð og manndráp. Þannig veik Trump sér undan því að fordæma drápin og lýsti þeim á allt annan hátt en yfirvöld sem ákærðu piltinn fyrir manndráp. Gaf forsetinn í skyn að pilturinn hefði hrasað á flótta undan mótmælendunum sem hafi ráðist á hann. Pilturinn hefði „líklega verið drepinn“. AP-fréttastofan segir þessa lýsingu ranga. Pilturinn hefði þegar skotið mótmælanda til bana áður en hann tók til fótanna og féll. Í ákæru saksóknara kemur fram að pilturinn skaut mótmælanda sem reyndi að taka skotvopn af honum. Hópur fólks reyndi að stöðva hann þegar hann flúði og hrópaði að hann hefði skotið mann. Pilturinn skaut annan mótmælanda til bana þegar hann reyndi að rífa byssuna af honum. Þriðji maðurinn særðist af byssuskoti piltsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut og særði svartan mann sem varð kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Þess í stað lýsti forsetinn óeirðum í borginni sem „innanlandshryðjuverkastarfsemi“ og fór rangt með það sem þar hefur gerst. Til átaka hefur komið í Kenosha í kringum mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið sunnudaginn 23. ágúst. Blake liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, lamaður fyrir neðan mitti. Atvikið var sem olía á eldinn í kjölfar dráps lögreglu í Minnesota á George Floyd í maí en það hratt af stað mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem geisar ennþá í sumum borgum. Eldar voru kveiktir í borginni fyrstu daga mótmælanna og eignarskemmdir voru framdar sem eru taldar hlaupa á hundruð milljónum króna. Ófriðurinn náði hámarki sínu þegar sautján ára gamall piltur úr hópi vopnaðra sjálfskipaðra lögreglumanna skaut tvo mótmælendur til bana og særði þann þriðja í síðustu viku. Ástandið hefur róast verulega síðan þá. Trump heimsótti Kenosha í dag þvert á vilja borgar- og ríkisyfirvalda sem óttuðust að forsetinn ýfði upp ófriðaröldur á nýjan leik. Ræddi Trump við fyrirtækjaeigendur sem hafa orðið fyrir tjóni í mótmælunum og reyndi að kenna demókrötum um ástandið. „Þetta eru ekki gjörðir friðsamra mótmælenda heldur í raun og veru innanlandshryðjuverk,“ sagði Trump og skammaði borgarstjóra og ríkisstjóra úr röðum demókrata fyrir að vilja ekki þiggja aðstoð alríkisstjórnarinnar til þess að kveða niður mótmæli og óeirðir. Telur ofbeldi lögreglu gegn svörtum ekki kerfislægt Forsetinn minntist ekki á að upphaf ólgunnar í Kenosha hefði verið enn eitt atvikið þar sem lögreglumenn skjóta blökkumann. Hann bauð fram aðstoð alríkisstjórnarinnar við að byggja upp borgina. Upplýsti forsetinn að hann hefði reynt að hafa samband við móður Blake en kosið að ræða ekki við hana þegar fjölskyldan setti fram þá kröfu að lögmaður hlýddi á samtalið. Á viðburði í Kenosha neitaði Trump því að kerfislæg kynþáttahyggja sé til staðar hjá lögregluliði Bandaríkjanna. Viðurkenndi hann að einhver „rotin epli“ væru í lögreglunni og stundum gerðist „eitthvað“. „Þeir kalla það að klikka [e. choking] og það gerist,“ sagði Trump sem hefur ítrekað líkt lögreglumönnum sem beita óhóflegu ofbeldi við kylfing sem klikkar á höggi undanfarna daga. Trump og framboð hans hafa reynt að stilla Joe Biden upp við vegg og fá hann til að fordæma mótmælendur og óeirðir enn meir en hann hefur gert. Á sama tíma hefur Trump þráast við að fordæma stuðningsmenn sína sem hafa drepið og æst til ófriðar undanfarna daga.AP/Carolyn Kaster Fordæmdi ekki piltinn sem drap mótmælendur Trump, sem hefur átt undir högg að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum um nokkurra mánaðaskeið, hefur freistað þess að gera mótmælin og óeirðir að miðpunkti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember. Hefur hann stillt sjálfum sér upp sem frambjóðanda „laga og reglu“ og sakað Biden ranglega um að vera handbendi róttækra vinstrimanna og stjórnleysingja. Biden hefur fordæmt ofbeldisfull mótmæli og skorað á Trump að gera það sama. Í heimsókninni til Kenosha fór Trump hins vegar frjálslega með sannleikann um atburðina þar, þar á meðal um unga manninn sem skaut mótmælendur til bana. Sá mætti á mótmælin til að andæfa þeim sem kröfðust jafnréttis kynþátta og er grunaður um ólöglegan vopnaburð og manndráp. Þannig veik Trump sér undan því að fordæma drápin og lýsti þeim á allt annan hátt en yfirvöld sem ákærðu piltinn fyrir manndráp. Gaf forsetinn í skyn að pilturinn hefði hrasað á flótta undan mótmælendunum sem hafi ráðist á hann. Pilturinn hefði „líklega verið drepinn“. AP-fréttastofan segir þessa lýsingu ranga. Pilturinn hefði þegar skotið mótmælanda til bana áður en hann tók til fótanna og féll. Í ákæru saksóknara kemur fram að pilturinn skaut mótmælanda sem reyndi að taka skotvopn af honum. Hópur fólks reyndi að stöðva hann þegar hann flúði og hrópaði að hann hefði skotið mann. Pilturinn skaut annan mótmælanda til bana þegar hann reyndi að rífa byssuna af honum. Þriðji maðurinn særðist af byssuskoti piltsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42
Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00