Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 11:30 Ísland er á leið í EM-umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni. Fyrir HM gilda aðrar reglur. VÍSIR/DANÍEL Ísland þyrfti að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. Fyrst var leikið í Þjóðadeildinni haustið 2018 og réði lokastaðan þar því hvaða lið leika í umspilinu um sæti á EM. Þannig komst Ísland í EM-umspilið vegna stöðu sinnar í A-deild Þjóðadeildarinnar, þrátt fyrir að lenda þar í neðsta sæti og tapa öllum leikjum sínum, gegn Sviss og Belgíu. Önnur lið í A-deildinni komust nefnilega á EM í gegnum hina hefðbundnu undankeppni EM. Það er því stöðu Íslands í Þjóðadeildinni að þakka að Ísland mætir Rúmeníu í EM-umspili 8. október. Vægi Þjóðadeildarinnar er hins vegar mun minna nú, þegar kemur að því að ná HM-sæti, og í þetta sinn má segja að það komi Íslandi illa að vera í efstu deild með bestu þjóðum Evrópu. Betra að vinna riðil í D-deild en að lenda í 2. sæti í A-deild Á næsta ári fer fram undankeppni HM. Leikið verður í 10 riðlum og komast sigurvegararnir beint á HM. Liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil um þrjú laus sæti. Til að fylla í umspilið komast tvö lið úr Þjóðadeildinni þangað. UEFA hefur hins vegar ákveðið að það verði þau tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, náðu bestum árangri þar en komust ekki á HM eða í umspilið með árangri sínum í undankeppninni á næsta ári. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Íslenska landsliðið sem mætir Englandi æfði á Laugardalsvelli í dag.VÍSIR/VILHELM Ef sigurvegarar riðlanna í A-deild komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppnina, verður því horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, svo þeirra sem vinna í C-deild og loks sigurvegara í D-deild ef til þess kemur. Þannig gætu Færeyjar mögulega komist í HM-umspilið með því að vinna sinn riðil í D-deild, frekar en Ísland jafnvel þó að liðið næði 2. sæti í sínum riðli í A-deild. Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM. Ísland þyrfti því að vinna sinn riðil, sem í eru England, Belgía og Danmörk, til að Þjóðadeildin skilaði liðinu í HM-umspil. Leiðin á HM felst því mun frekar í góðum árangri í undankeppninni á næsta ári. Fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og liðið sækir svo Belgíu heim á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Ísland þyrfti að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. Fyrst var leikið í Þjóðadeildinni haustið 2018 og réði lokastaðan þar því hvaða lið leika í umspilinu um sæti á EM. Þannig komst Ísland í EM-umspilið vegna stöðu sinnar í A-deild Þjóðadeildarinnar, þrátt fyrir að lenda þar í neðsta sæti og tapa öllum leikjum sínum, gegn Sviss og Belgíu. Önnur lið í A-deildinni komust nefnilega á EM í gegnum hina hefðbundnu undankeppni EM. Það er því stöðu Íslands í Þjóðadeildinni að þakka að Ísland mætir Rúmeníu í EM-umspili 8. október. Vægi Þjóðadeildarinnar er hins vegar mun minna nú, þegar kemur að því að ná HM-sæti, og í þetta sinn má segja að það komi Íslandi illa að vera í efstu deild með bestu þjóðum Evrópu. Betra að vinna riðil í D-deild en að lenda í 2. sæti í A-deild Á næsta ári fer fram undankeppni HM. Leikið verður í 10 riðlum og komast sigurvegararnir beint á HM. Liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil um þrjú laus sæti. Til að fylla í umspilið komast tvö lið úr Þjóðadeildinni þangað. UEFA hefur hins vegar ákveðið að það verði þau tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, náðu bestum árangri þar en komust ekki á HM eða í umspilið með árangri sínum í undankeppninni á næsta ári. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Íslenska landsliðið sem mætir Englandi æfði á Laugardalsvelli í dag.VÍSIR/VILHELM Ef sigurvegarar riðlanna í A-deild komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppnina, verður því horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, svo þeirra sem vinna í C-deild og loks sigurvegara í D-deild ef til þess kemur. Þannig gætu Færeyjar mögulega komist í HM-umspilið með því að vinna sinn riðil í D-deild, frekar en Ísland jafnvel þó að liðið næði 2. sæti í sínum riðli í A-deild. Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM. Ísland þyrfti því að vinna sinn riðil, sem í eru England, Belgía og Danmörk, til að Þjóðadeildin skilaði liðinu í HM-umspil. Leiðin á HM felst því mun frekar í góðum árangri í undankeppninni á næsta ári. Fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og liðið sækir svo Belgíu heim á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur.
Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti