Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2020 20:00 Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi. Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. Samtök tónlistarmanna boðuð til samstöðufundar í hádeginu vegna stöðu tónlistariðnaðarins í landinu síðustu mánuði. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útons segir ástandið grafalvarlegt í tónlistarheiminum. „Tónlistargeirinn botnfrís þegar samkomubann skall á í febrúar og þiðnaði aðeins í júní og júlí en svo frýs aftur og þá er hætta á kali í greinunum líka í kringum tónlistargeirann. Mjög mikið af listafólki passar illa inn í kerfi eins og hjá Vinnumálastofnun. Þetta er fólk sem er með samsettar tekjur þannig að iðulega er þetta ekki launafólk.“ segir Sigtryggur. Í júní kom út skýrsla um áhrif fyrri bylgju kórónuveirufaraldursins á tónlistargeirann og þar kom fram að á einu augnabliki í mars hafi þurrkast út tekjumöguleikar fyrir þá sem sinna lifandi tónlistarflutningi. „Úrræðin sem eru í boði grípa þig kannski ekki og þú passar kannski ekki í kassann, listamenn eru frekar úrræðagott fólk og bjartsýnt en er hins vegar orðið frekar örvæntingarfullt verð ég að segja, Það hefur ekki verið neitt tekjustreymi síðan í febrúar.“ segir Bragi Valdimar Skúlason stjórnarformaður Stefs og formaður Samtóns. Samráðsfundurinn í dag sendi frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er hvött til að halda samtali áfram við tónlistarfólk og finni lausnir sem gagnist iðnaðinum sem heild. „Það er ómöglegt að segja hvað það þarf mikinn stuðning frá ríkisstjórninni þetta eru milljarða tölur til að koma á móts við allt sem er farið,“ segir Bragi.
Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tónlist Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira