Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 23:55 Formlegt tilefni heimsóknar Trump til Norður-Karólínu var minningarathöfn um að 75 ár væru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og lögðu aðstoðarmenn hans áherslu á að hún væri ekki liður í kosningabaráttu. Í formlegri ræðu notaði Trump þó tækifærið og gaf í skyn að keppinautur sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, væri elliær. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30