Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:56 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, telur einn dómara við Landsrétt vanhæfan vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi. Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi.
Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00