Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 09:06 Hér má sjá þegar hettan var sett á Prude. Lögregluþjónar segja hann hafa reynt að hrækja á þá. AP/Lögreglan í Rochester Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira