Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík opnar við Hverfisgötu 18A í dag eftir að hafa verið til húsa við Hverfisgötu 50 og 78 undanfarin ár. Snorri Björns Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns
Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira