Enn kvarnast úr leikmannahópi KR | Kom ekki til greina að draga liðið úr efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 15:23 Margrét Kara Sturludóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna. vísir/daníel/bára Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími. Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími.
Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira