Verðmunur á makríl Svanur Guðmundsson skrifar 3. september 2020 15:00 Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar