Flúðu Venesúela og leita nú að vinnu ásamt hundruðum samlanda sinna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2020 21:00 Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum. Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Tæplega helmingur kemur frá Venesúela og er þá að flýja efnahagslegan og pólitískan glundroða í landinu. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig. Hjónin, Jesús Omar Moreno Aravjo og Jazmin Trinidad Monsalve Dávila sem voru búsett í borginni Mérida í Venesúela ákváðu að flýja ástandið og ferðuðust í fimm daga til fimm landa ásamt þremur börnum sínum áður en þau lentu hér fyrsta febrúar. Þau fengu dvalarleyfi hér á landi í mars í fjögur ár. „Ástandið í Venesúela er hættulegt og þar eru mikil vandamál, atvinnuleysi, hungur og erfitt að mennta börnin“ segir Jesus. Þau Jesús og Jazmin hafa bæði sótt íslenskunám og eru byrjuð að tala örlitla íslensku. Þau vilja læra meira og aðlagast þannig samfélaginu betur. Þau segja því mikilvægt að fá vinnu en þau hafa bæði áralanga starfsreynslu sem verkfræðingar í heimalandi sínu, Jesús sem rafmagnsverkfræðingur og Jazmin sem byggingaverkfræðingur. Þau taka fram að þau hafi ekki búið lengi í Reykjavík en þær umsóknir sem þau hafi þó sent hafi ekki einu sinni verið svarað. „Við þurfum tekjur til að standa undir þeim útgjöldum sem felast í að reka fimm manna fjölskyldu. Ég er ekki vanur því að vera án atvinnu. Það skiptir okkur miklu máli að aðlagast sem fyrst íslensku samfélagi, kynnast menningunni og læra tungumálið og það er erfitt án þess að hafa atvinnu“ segir Jesús. Börnin þeirra eru 7, 9 og 13 ára og eru bæði í skóla og íþróttum. Þau Jesus og Jazmin segjast afar ánægð fyrir hönd barna sinni, segja gott að búa í landi þar sem þau eru örugg og ánægð. Stór hluti fólksins án atvinnu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stór hluti þeirra sem hefur fengið dvalarleyfi síðustu mánuði án atvinnu. Fréttastofa hafði samband við fólk í þessum hópi í dag sem hafði leitað að vinnu mánuðum saman án árangurs. Meðal þeirra sem rætt var blaðamaður, hagfræðingur, dansari og viðskiptafræðingur. Þeir sem koma frá Venesúela tala oft ekki ensku þegar þeir koma til landsins og segja að það taki tíma að læra íslensku. Afar erfitt sé að fá vinnu þar til íslensku og eða enskukunnáttu hafi verið náð. Velferðasvið Reykjavíkurborgar óskaði í dag eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið við að taka á móti fólki sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. „Þurfum að taka okkur saman í andlitinu“ Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf fyrir samræmdum aðgerðum, kórónuveirufaraldurinn hafi flækt málin enn frekar. Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinumVísir „Þeir flóttamenn sem hafa komið hingað hafa sýnt mikinn kjark og dug og hafa jafnvel lent í lífshættu til að koma til landsins. Þeir hafa í langflestum tilvikum mikinn vilja til að vinna hér og koma sér upp sínum eigin tekjum. Í venjulegu árferði er þetta frekar flókið en núna þegar aðgerðir vegna kórónuvírussins hafa geysað er ástandið ennþá flóknara. Bæði eru stofnanir og skrifstofur lokaðar og fólk hefur ekki eins gott aðgengi að upplýsingum og áður. Margir eru ekki mjög tölufærir og þá vantar upplýsingar á tungumáli sem fólkið skilur. Öll samskipti verða þannig miklu flóknari, Við þurfum öll að sem samfélag að taka okkur saman í andlitinu og gera ráð fyrir þessari breyttu samsetningu þjóðarinnar. Það verið að vinna að samræmdri mótttöku á vegum félagsmálaráðuneytisins en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Við getum alltaf gert betur í þessum málaflokki,“ segir Nína að lokum.
Alþingi Hjálparstarf Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira