Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 10:18 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“ Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir heimsókn Róberts Spanó til Tyrklands vera dapurlega. Róbert, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. Heimsóknin var í boði dómsmálaráðuneytis landsins og greindi Ríkisútvarpið frá því í síðustu viku að hann hefði meðal annars heimsótt dómaraskólann í Ankara og hitt forsetann Recep Tayyip Erdogan í forsetahöllinni. Ingibjörg segir Róbert eiga vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraunina 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. „Óvíða eru jafn margir blaðamenn á bak við lás og slá og fjöldinn allur af dómurum og háskólakennurum hafa verið reknir og sóttir til saka á þeirri forsendu að þeir séu hliðhollir hryðjuverkamönnum,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í gærkvöldi, en hún var sjálf búsett í Tyrklandi þegar valdaránstilraunin var gerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á heimsókninni.Vísir/Vilhelm Ræðan hafi gert lítið úr vandamálunum Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt heimsóknina, en á vef Reuters er fjallað um ræðu sem Róbert flutti í dómaraskólanum þar sem hann ræddi mikilvægi sjálfstæði dómstóla. Þar hafi hann gagnrýnt fangelsun dómara og áréttaði skyldu Tyrklands til þess að viðurkenna dóma Mannréttindadómstólsins, sem það hefur ekki gert. Hann hafi þó ekki lagt jafn mikla áherslu á viðhorf ríkisstjórnarinnar í garð lögmanna þar í landi, en dæmi eru um að þeir hafi farið í hungurverkföll í fangelsum landsins vegna þess að þeir hafi ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómstólum. Mannréttindalögfræðingurinn Kerem Altiparmak hefur gagnrýnt ræðu Spanó og segir hana ekki bera með sér að mannréttindi og réttarríkið eigi undir högg að sækja í landinu. „Það eru smávægileg vandamál en þau geta öll verið leyst með því að þjálfa unga dómara.“ After reading this speech one can but think that Judge Spano does not believe that Turkey has serious human rights and rule of law problems. There exist some minor problems but all of them can easily be solved by the training of young judges. Good luck! https://t.co/6pz5N76soE— Kerem ALTIPARMAK (@KeremALTIPARMAK) September 3, 2020 Heiðursdoktorsnafnbótin vekur upp spurningar Í heimsókn sinni þáði Róbert heiðursdoktorsnafnbót frá Istanbul-háskóla og hefur sú ákvörðun þótt skjóta skökku við frá forseta Mannréttindadómstólsins í ljósi stöðu mannréttinda í landinu. Mehmed Altan, blaðamaður og háskólaprófessor, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann hvatti hann til að hafna nafnbótinni. Altan var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir ummæli sín í aðdraganda valdaránstilraunarinnar. „Ég veit ekki hversu fullnægjandi það er að fá heiðursdoktorsnafnbót frá háskóla sem hefur á óréttlátan hátt rekið hundruði fræðimanna út á gaddinn,“ skrifaði Altan í bréfi sínu. Ingibjörg Sólrún tekur í sama streng og segir þetta virka eins og hvítþvott fyrir þá sem þekkja til aðstæðna í Tyrklandi. Róbert hafi sagt vera hefð fyrir því að forseti dómstólsins þiggi heiðursdoktorsnafnbót en hún efast um að hefðin nái til ríkja sem virðir hvorki mannréttindi né akademískt frelsi. „Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Róbert Spanó þáði þessa vegtyllu.“
Mannréttindi Tyrkland Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira