Trump réð „gervi-Obama“ sem hann úthúðaði og rak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 17:41 Donald Trump með leikaranum sem á að hafa leikið Obama í myndbandinu umtalaða. Twitter/CNN Politics Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“ Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“
Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05