Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. september 2020 21:00 Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Getty Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“ Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“
Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29
Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00
Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00