Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 19:03 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. Vísar hún þar til mistaka sem gerð voru við skimun á leghálssýnum hjá Leitarstöðinni það ár. Þá kæmi það félaginu á óvart ef Sjúkratryggingar Íslands byggju yfir gögnum sem sýndu fram á að félagið stæðist ekki viðmið. Þetta kom fram í máli Höllu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Félagið hefur setið á fundum vegna málsins alla helgina og lauk fundi í dag skömmu fyrir kvöldfréttir. Halla bendir á að farið hafi af stað umræða og gagnrýni á félagið og því fylgi fundahöld. Málið sé viðkvæmt, margt þurfi að ræða og það taki tíma. Fram kom í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu í dag að Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki lagt fram gögn sem styddu ummæli fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag þess efnis að starfsemi félagsins uppfyllti ekki gæðastaðla. Félagið hyggst loka starfsemi Leitarstöðvarinnar tafarlaust, leggi SÍ fram gögn sem styðja ummælin. Halla segir að Sjúkratryggingar hafi falið Krabbameinsfélaginu að sinna skimunum samkvæmt þjónustusamningum, sem gildi út árið 2020. „Þessir samningar auðvitað byggja á trausti og byggja á því að yfirvöld treysta félaginu fyrir þessu verkefni. Þar með hljótum við að ganga út frá því að þau treysti því að við uppfyllum þær kröfur sem eru gerðar. Við vitum ekki annað. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart, algjörlega í opna skjöldu raunar, ef raunin reyndist sú að Sjúkratryggingar eða önnur yfirvöld byggju yfir upplýsingum um að við stæðumst ekki þau viðmið sem gerð eru um þjónustuna.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. Vísar hún þar til mistaka sem gerð voru við skimun á leghálssýnum hjá Leitarstöðinni það ár. Þá kæmi það félaginu á óvart ef Sjúkratryggingar Íslands byggju yfir gögnum sem sýndu fram á að félagið stæðist ekki viðmið. Þetta kom fram í máli Höllu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Félagið hefur setið á fundum vegna málsins alla helgina og lauk fundi í dag skömmu fyrir kvöldfréttir. Halla bendir á að farið hafi af stað umræða og gagnrýni á félagið og því fylgi fundahöld. Málið sé viðkvæmt, margt þurfi að ræða og það taki tíma. Fram kom í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu í dag að Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki lagt fram gögn sem styddu ummæli fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag þess efnis að starfsemi félagsins uppfyllti ekki gæðastaðla. Félagið hyggst loka starfsemi Leitarstöðvarinnar tafarlaust, leggi SÍ fram gögn sem styðja ummælin. Halla segir að Sjúkratryggingar hafi falið Krabbameinsfélaginu að sinna skimunum samkvæmt þjónustusamningum, sem gildi út árið 2020. „Þessir samningar auðvitað byggja á trausti og byggja á því að yfirvöld treysta félaginu fyrir þessu verkefni. Þar með hljótum við að ganga út frá því að þau treysti því að við uppfyllum þær kröfur sem eru gerðar. Við vitum ekki annað. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart, algjörlega í opna skjöldu raunar, ef raunin reyndist sú að Sjúkratryggingar eða önnur yfirvöld byggju yfir upplýsingum um að við stæðumst ekki þau viðmið sem gerð eru um þjónustuna.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58
Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48
Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30