Risabor ræstur til að endurnýja eina afkastamestu borholu borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 21:00 Hafliði Jón Sigurðsson biður fólk um að sýna bornum í Bolholti skilning, enda verði framkvæmdirnar fólki til góða. Hann segist ekki útiloka að Bolholt hljóti nafnbótina Borholt á meðan öllu þessu stendur. Baldur Hrafnkell Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun. „Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna. Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. „Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“ Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram. „Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun. „Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna. Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. „Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“ Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram. „Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira