Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 12:20 Vitni segjast hafa séð óþekkta menn stinga Mariu Kolesnikovu upp í smárútu og aka með hana burt í miðborg Minsk í dag. Vísir/EPA Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54