Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 15:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Heilsugæslustöðin í Mosfellsbæ verður lokuð á morgun eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónveirusýkingu. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti þetta á upplýsingafundi samhæfingamiðstöðvar almannavarna í dag. Sóttvarnalæknir varaði við því að reiknaðar væru út alvarlegar afleiðingar faraldursins á hæpnum forsendum. Óskar sagði að lokun stöðvarinnar í Mosfellsbæ hefði ekki mikil áhrif á starfsemina. Fáir mættu á heilsugæslustöðvar þessa dagana þar sem mörgum væri sinnt í gegnum síma eða í gegnum Heilsuveru. Stöðvarnar í Grafarvogi og Árbæ taki við þeim sem þurfa að mæta á staðinn. Lýsti hann því að mikið álag væri á símkerfi og netspjalli heilsugæslustöðvanna þessa dagana. Þannig hafi borist um 800 netspjöll í gær en í fyrra hafi þau verið 10-15 að meðaltali á dag. Starfsfólk væri nú flutt til svo að hægt væri að sinna þessari þjónustu sem Óskar sagði mikilvæga til þess að geta stýrt flæði inn á stöðvarnar. „Við viljum gjarnan fá að heyra í öllum fyrst í netspjalli eða síma svo við getum tekið inn þá sem þurfa á því að halda með hætti sem við teljum öruggastan fyrir okkur öll,“ sagði Óskar. Hvatti hann þá sem væru með minniháttar öndunarfæraeinkenni til þess að haga sér á sama hátt og venjulega þegar þeir væru veikir. Þeir ættu að halda sig heima, forðast umgengi við annað fólk og halda áfram handþvotti og sprittun. Þeir sem þjáðust af alvarlegri einkennum ættu að sjálfsögðu að leita sér aðstoðar. Þrír á sjúkrahúsi vegna veirunnar Lítil fjölgun hefur orðið á staðfestum smitum frá því í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að nú væru 163 smit staðfest en þau voru 161 í gærkvöldi. Rúmlega helmingur þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Sagði Þórólfur það vísbendingu um aðgerðir sem gripið hafi verið til þar sem fólk hefur verið sett í sóttkví og einangrun hafi örugglega skilað árangri í að koma í veg fyrir víðtæka dreifingu veirunnar í samfélaginu. Þrír einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna kórónuveirusmits, þar af einn á gjörgæslu. Sjúklingarnar eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þórólfur sagði að tveir hefðu þegar verið útskrifaðir af spítalanum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Þýðir ekki að 1% þjóðarinnar veikist Um fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar á sýnum sem hófst á föstudag sagði Þórólfur að sex af sex hundruð hafi greinst smitaðir, eitt prósent. Helmingur þeirra hafi dvalið erlendis og helmingur var án einkenna. Þeir sem fóru í sýnatöku geti nálgast niðurstöður sínar á vefsíðunni Heilsuveru auk þess sem hringt verði í alla sem greinast með veiruna. Þeir einstaklingar fari í hefðbundið rakningarferli og eftirlit hjá læknum. Niðurstöður ÍE þýddu ekki að 1% þjóðarinnar ætti eftir að fá kórónuveiruna. Þó væri vitað að stór hluti þjóðarinnar ætti eftir að smitast. Ósk yfirvalda væri að það verði hraust fólk sem smitist því að reynslan sýni að það veikist langflest lítillega en þess í stað verði viðkvæmum hópum forðað frá því að smitast. Varaði Þórólfur sérstaklega við tilraunum til að reikna út alvarlegar afleiðingar útbreiðslu faraldursins hér á landi sem hann sagði töluvert hafa borið á. Sagðist hann telja það orka tvímæli að reikna með að ef fjórðungur þjóðarinnar fengi veiruna gætu þúsundir látið lífið næmi dánartíðnin 2-4%. Tók Þórólfur dæmi frá Hubei-héraði í Kína sem var miðpunktur faraldursins í upphafi. Þar hafi um 0,1% íbúa greinst með veiruna og um 10% þeirra hafi lent í alvarlegum afleiðingum. Væru þær tölur yfirfærðar á Ísland, sem Þórólfur setti fyrirvara við, gætu þrjátíu einstaklingar þurft að leggjast inn á gjörgæslu, yrði faraldurinn eins skæður og hann var í Kína. Sagði hann íslenskt heilbrigðiskerfi eiga að vera vel í stakk búið að takast á við faraldurinn takist að dreifa álaginu með aðgerðum yfirvalda. Þórólfur lagði áherslu á mikilvægi þess að dreifa álagi vegna veirunnar og hægja á útbreiðslunni þannig að samfélagslegt ónæmi gæti myndast sem verði þá sem eru viðkvæmari fyrir. Varaði hann við því að ef gripið væri til harðari aðgerða eins og að loka landamærum líkt og nokkur nágrannaríki hafa gert byggist hann við því að faraldurinn skyti upp kollinum aftur þegar landamærin yrðu opnuð á ný nema að búið væri að útrýma veirunni á heimsvísu. Það gæti tekið 1-2 ár. „Við viljum fá ákveðna sýkingu í samfélaginu, við viljum bara fá hana hægt og rólega. Við viljum að rétta fólkið fái þessa sýkingu, ekki viðkvæma fólkið,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mosfellsbær Almannavarnir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Heilsugæslustöðin í Mosfellsbæ verður lokuð á morgun eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónveirusýkingu. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti þetta á upplýsingafundi samhæfingamiðstöðvar almannavarna í dag. Sóttvarnalæknir varaði við því að reiknaðar væru út alvarlegar afleiðingar faraldursins á hæpnum forsendum. Óskar sagði að lokun stöðvarinnar í Mosfellsbæ hefði ekki mikil áhrif á starfsemina. Fáir mættu á heilsugæslustöðvar þessa dagana þar sem mörgum væri sinnt í gegnum síma eða í gegnum Heilsuveru. Stöðvarnar í Grafarvogi og Árbæ taki við þeim sem þurfa að mæta á staðinn. Lýsti hann því að mikið álag væri á símkerfi og netspjalli heilsugæslustöðvanna þessa dagana. Þannig hafi borist um 800 netspjöll í gær en í fyrra hafi þau verið 10-15 að meðaltali á dag. Starfsfólk væri nú flutt til svo að hægt væri að sinna þessari þjónustu sem Óskar sagði mikilvæga til þess að geta stýrt flæði inn á stöðvarnar. „Við viljum gjarnan fá að heyra í öllum fyrst í netspjalli eða síma svo við getum tekið inn þá sem þurfa á því að halda með hætti sem við teljum öruggastan fyrir okkur öll,“ sagði Óskar. Hvatti hann þá sem væru með minniháttar öndunarfæraeinkenni til þess að haga sér á sama hátt og venjulega þegar þeir væru veikir. Þeir ættu að halda sig heima, forðast umgengi við annað fólk og halda áfram handþvotti og sprittun. Þeir sem þjáðust af alvarlegri einkennum ættu að sjálfsögðu að leita sér aðstoðar. Þrír á sjúkrahúsi vegna veirunnar Lítil fjölgun hefur orðið á staðfestum smitum frá því í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að nú væru 163 smit staðfest en þau voru 161 í gærkvöldi. Rúmlega helmingur þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Sagði Þórólfur það vísbendingu um aðgerðir sem gripið hafi verið til þar sem fólk hefur verið sett í sóttkví og einangrun hafi örugglega skilað árangri í að koma í veg fyrir víðtæka dreifingu veirunnar í samfélaginu. Þrír einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna kórónuveirusmits, þar af einn á gjörgæslu. Sjúklingarnar eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þórólfur sagði að tveir hefðu þegar verið útskrifaðir af spítalanum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Þýðir ekki að 1% þjóðarinnar veikist Um fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar á sýnum sem hófst á föstudag sagði Þórólfur að sex af sex hundruð hafi greinst smitaðir, eitt prósent. Helmingur þeirra hafi dvalið erlendis og helmingur var án einkenna. Þeir sem fóru í sýnatöku geti nálgast niðurstöður sínar á vefsíðunni Heilsuveru auk þess sem hringt verði í alla sem greinast með veiruna. Þeir einstaklingar fari í hefðbundið rakningarferli og eftirlit hjá læknum. Niðurstöður ÍE þýddu ekki að 1% þjóðarinnar ætti eftir að fá kórónuveiruna. Þó væri vitað að stór hluti þjóðarinnar ætti eftir að smitast. Ósk yfirvalda væri að það verði hraust fólk sem smitist því að reynslan sýni að það veikist langflest lítillega en þess í stað verði viðkvæmum hópum forðað frá því að smitast. Varaði Þórólfur sérstaklega við tilraunum til að reikna út alvarlegar afleiðingar útbreiðslu faraldursins hér á landi sem hann sagði töluvert hafa borið á. Sagðist hann telja það orka tvímæli að reikna með að ef fjórðungur þjóðarinnar fengi veiruna gætu þúsundir látið lífið næmi dánartíðnin 2-4%. Tók Þórólfur dæmi frá Hubei-héraði í Kína sem var miðpunktur faraldursins í upphafi. Þar hafi um 0,1% íbúa greinst með veiruna og um 10% þeirra hafi lent í alvarlegum afleiðingum. Væru þær tölur yfirfærðar á Ísland, sem Þórólfur setti fyrirvara við, gætu þrjátíu einstaklingar þurft að leggjast inn á gjörgæslu, yrði faraldurinn eins skæður og hann var í Kína. Sagði hann íslenskt heilbrigðiskerfi eiga að vera vel í stakk búið að takast á við faraldurinn takist að dreifa álaginu með aðgerðum yfirvalda. Þórólfur lagði áherslu á mikilvægi þess að dreifa álagi vegna veirunnar og hægja á útbreiðslunni þannig að samfélagslegt ónæmi gæti myndast sem verði þá sem eru viðkvæmari fyrir. Varaði hann við því að ef gripið væri til harðari aðgerða eins og að loka landamærum líkt og nokkur nágrannaríki hafa gert byggist hann við því að faraldurinn skyti upp kollinum aftur þegar landamærin yrðu opnuð á ný nema að búið væri að útrýma veirunni á heimsvísu. Það gæti tekið 1-2 ár. „Við viljum fá ákveðna sýkingu í samfélaginu, við viljum bara fá hana hægt og rólega. Við viljum að rétta fólkið fái þessa sýkingu, ekki viðkvæma fólkið,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mosfellsbær Almannavarnir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira