Jonathan Glenn klúðraði rosalegu færi í leik Grindavíkur og ÍBV í Lengjudeildinni í gær er liðin skildu jöfn 1-1.
Glenn fékk algjört dauðafæri á 37. mínútu leiksins. Eftir fyrirgjöf frá vinstri stóð framherjinn inn í markteignum og markvörður Grindavíkur var liggjandi.
Það tókst ekki betur til hjá framherjanum frá Tríndad og Tóbagó að hann skaut boltanum beint í hendurnar á Vladan Dogatovic sem þakkaði pent fyrir það.
Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindavík yfir í leiknum á 50. mínútu en stundarfjórðungi síðar bætti Glenn upp fyrir klúðrið og jafnaði metin.
Lokatölur 1-1 og ÍBV í 4. sætinu með 25 stig en Grindavík sæti neðar með 21 stig. ÍBV hefur gert sjö jafntefli í fjórtán leikjum og Grindavík sex í þrettán.
Atvikið má sjá hér að neðan en það kemur þegar 36:05 eru á leikklukkunni eða með því að smella hér.