Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 11:53 Phil Foden og Mason Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06
„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01