Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íþróttadeild skrifar 8. september 2020 20:59 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar marki sínu í kvöld með fyrirliðanum Ara Frey Skúlasyni. AP/Francisco Seco B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira