Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2020 21:03 Erik Hamrén var nokkuð súr eftir leik. MYND/STÖÐ 2 SPORT Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45
Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53