Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 12:08 Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur fallið um 20 prósent frá upphafi kórónufaraldursins. Kemur sér vel fyrir útflutningsgreinar en illa fyrir innflutning og Íslendinga á ferðalögum í útlöndum eða í netverslunum. Getty/Dinendra Haria/SOPA Images/LightRocket Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira