Kenna hver öðrum um dauða Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 23:59 Derek Chauvin er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd. EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45
Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27