Lögreglan á Lesbos beitir farendur táragasi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 14:06 Farendur og flóttamenn mótmæla slæmum aðbúnaði í Moria-flóttamannabúðunum. EPA-EFE/ORESTIS PANAGIOTOU Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag. Átök milli farendanna og lögreglu brutust út nærri bráðabyrgðaflóttamannabúðum sem höfðu verið reistar af grískum yfirvöldum eftir að Moria-búðirnar brunnu því sem næst til kaldra kola á miðvikudag. Um þrettán þúsund farendur og flóttamenn bjuggu í Moria-búðunum við þröngan kost og bíða þess flestir örvæntingafullir að fá að yfirgefa eyjuna. Farendur eru einstaklingar sem flytja til annarra landa í leit að vinnu eða betra lífi. Eldur var kveiktur í bráðabirgðabúðunum fyrr í dag, nærri vegatálmum lögreglu, og þurfti slökkvilið að slökkva í eldinum. Íbúar Moria-búðanna höfðu einnig sjálfir kveikt í búðunum fyrr í vikunni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins en eldurinn blossaði aftur upp úr glæðum og brunnu búðirnar því sem næst til grunna. Mótmælin hófust í gær þegar farendur og flóttamenn gengu að vegatálmum lögreglunnar við flóttamannabúðirnar. Þeir héldu uppi spjöldum með þeim skilaboðum að þeir krefðust frelsis og mótmæltu einnig því að nýjar búðir verði reistar. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 11. september 2020 16:37 UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands 10. september 2020 15:54 Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag. Átök milli farendanna og lögreglu brutust út nærri bráðabyrgðaflóttamannabúðum sem höfðu verið reistar af grískum yfirvöldum eftir að Moria-búðirnar brunnu því sem næst til kaldra kola á miðvikudag. Um þrettán þúsund farendur og flóttamenn bjuggu í Moria-búðunum við þröngan kost og bíða þess flestir örvæntingafullir að fá að yfirgefa eyjuna. Farendur eru einstaklingar sem flytja til annarra landa í leit að vinnu eða betra lífi. Eldur var kveiktur í bráðabirgðabúðunum fyrr í dag, nærri vegatálmum lögreglu, og þurfti slökkvilið að slökkva í eldinum. Íbúar Moria-búðanna höfðu einnig sjálfir kveikt í búðunum fyrr í vikunni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins en eldurinn blossaði aftur upp úr glæðum og brunnu búðirnar því sem næst til grunna. Mótmælin hófust í gær þegar farendur og flóttamenn gengu að vegatálmum lögreglunnar við flóttamannabúðirnar. Þeir héldu uppi spjöldum með þeim skilaboðum að þeir krefðust frelsis og mótmæltu einnig því að nýjar búðir verði reistar.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 11. september 2020 16:37 UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands 10. september 2020 15:54 Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 11. september 2020 16:37
UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands 10. september 2020 15:54
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04