Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 18:58 Aldeilis Auglýsingastofa vann að herferðinni með Þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. Kirkjan hafi ekki viljað særa fólk. „Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða,“ segir í stuttri yfirlýsingu sem Kirkjuþing sendi frá sér í kvöld. Auglýsingin var fjarlægð af heimasíðu Kirkjunnar sem og Facebook-síðu hennar. Myndin prýðir þó enn strætisvagn í Reykjavík en Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir Kirkjuna hafa fjarlægt myndina vegna ljótra ummæla við hana á samfélagsmiðlinum. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að myndbirtingin hefði verið mistök. Þarna væri verið að blanda viðkvæmum og eldfimum málum saman í markaðstátaki sem væri „skringilegur kokteill“ sem fáir væru tilbúnir til þess að drekka. „Þetta voru mistök, engin spurning. Ég hefði viljað sjá í framhaldi af því yfirstjórn kirkjunnar ganga fram og tala til fólksins sem upplifði þetta sem mistök, eða vinna með þessa herferð öðruvísi,“ sagði Grétar Halldór um málið. Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. Kirkjan hafi ekki viljað særa fólk. „Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða,“ segir í stuttri yfirlýsingu sem Kirkjuþing sendi frá sér í kvöld. Auglýsingin var fjarlægð af heimasíðu Kirkjunnar sem og Facebook-síðu hennar. Myndin prýðir þó enn strætisvagn í Reykjavík en Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir Kirkjuna hafa fjarlægt myndina vegna ljótra ummæla við hana á samfélagsmiðlinum. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að myndbirtingin hefði verið mistök. Þarna væri verið að blanda viðkvæmum og eldfimum málum saman í markaðstátaki sem væri „skringilegur kokteill“ sem fáir væru tilbúnir til þess að drekka. „Þetta voru mistök, engin spurning. Ég hefði viljað sjá í framhaldi af því yfirstjórn kirkjunnar ganga fram og tala til fólksins sem upplifði þetta sem mistök, eða vinna með þessa herferð öðruvísi,“ sagði Grétar Halldór um málið.
Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27
Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26