Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 08:43 Hér má sjá þegar styttan var fjarlægð. John McDonnell/Washington Post via Getty Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna. Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. Styttan hafði staðið fyrir utan dómshús Albemarle-sýslu í yfir 100 ár. Fjöldi fólks fagnaði þegar styttan, sem ber heitið „At Ready“ eða „Í viðbragðsstöðu,“ var tekin niður með hjálp krana. Víða um heim hefur orðið háværari sú krafa undanfarið að styttur og önnur minnismerki um hörmungar í mannkynssögunni verði teknar niður. Þá hafa bandarísk minnismerki um Suðurríkin, sem börðust fyrir þrælahaldi á Þrælastríðinu 1861-1865 verið ítrekað hluti af þeirri umræðu. Þó hafa hugmyndir sem þessar, að fjarlægja styttur og minnismerki um liðna tíma, ekki fallið í kramið hjá öllum. Til að mynda hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti harðneitað að íhuga að breyta nöfnum bandarískra herstöðva sem heita eftir hershöfðingjum Suðurríkjanna. Styttan í Charlottesville hafði staðið síðan 1909. Hún var því reist rúmum 40 árum eftir að Þrælastríðinu lauk. Yfirvöld Albemarle-sýslu tóku í ágúst ákvörðun um að styttan yrði að fara, en hún er sú fyrsta til að vera fjarlægð á grundvelli nýrra laga í Virginíu sem kveða á um að fjarlægja skuli minnisvarða um þrælastríðið. Þrjú ár frá samkomu hvítra þjóðernissinna Charlottesville komst í heimsfréttirnar í ágúst árið 2017 þegar stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum í áratugi var haldin þar. Tilefnið var fyrirætlanir um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, þekktasta hershöfðingja Suðurríkjanna. Nýnasistinn James Alex Fields Jr. var á meðal þeirra sem sóttu viðburðinn, en hann drap hina 32 ára gömlu Heather Heyer og særði tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í hóp mótmælenda sem voru andsnúnir málflutningi hvítu þjóðernissinnanna.
Bandaríkin Donald Trump Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. 30. ágúst 2020 11:38
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Vilja Suðurríkjastytturnar burt úr þinghúsinu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að styttur af suðurríkjaleiðtogum á borð við Robert E. Lee verði fjarlægðar úr þinghúsinu. 22. júlí 2020 23:56