Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. september 2020 07:11 Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi. EPA/Marcial Guillen Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. Þetta kemur fram í skýrslu frá nefndinni Global Preparedness Monitoring Board sem er nefnd á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni, sem ber nafnið „Heimur í óreiðu“, segir einnig að viðvaranir hafi ítrekað litið dagsins ljós en lítið hafi verið hlustað á þær. Þar segir einnig að viðbrögð við faraldri Covid-19 séu enn ekki nægjanleg og það sé að miklu leyti vegna skorts á forystu frá pólitískum leiðtogum. Ítrekað er í skýrslunni að heimurinn þurfi að læra af faraldri nýju kórónuveirunnar. „Mistök við að læra lexíur Covid-19 og að bregðast við að grípa til aðgerða með tilheyrandi skuldbindingum, mun þýða að næsti faraldur, sem mun án efa eiga sér stað, mun hafa jafnvel verri afleiðingar,“ segir í skýrslunni. Aldrei fleiri smitast á einum degi WHO, segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda smita kórónuveirunnar á einum sólarhring í gær. Staðfest smit í heiminum öllum voru tæplega 308 þúsund og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Fyrra met stóð í tæplega 307 þúsund smitum á sólarhring. Þá létu 5.500 manns lífið í gær og er fjöldi látinna því kominn í 917 þúsund manns. Mesta aukningin í smitum er nú á Indlandi (94.372), í Bandaríkjunum (45.523) og í Brasilíu (43.718). Allt í allt hafa rúmar 28 milljónir smitast, flest í Norður- og Suður- Ameríku. WHO hefur einnig varað við því að dauðsföllum muni líklega fjölga í Evrópu í október og nóvember. Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, sagði að ástandið yrði erfiðara. Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. Þetta kemur fram í skýrslu frá nefndinni Global Preparedness Monitoring Board sem er nefnd á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni, sem ber nafnið „Heimur í óreiðu“, segir einnig að viðvaranir hafi ítrekað litið dagsins ljós en lítið hafi verið hlustað á þær. Þar segir einnig að viðbrögð við faraldri Covid-19 séu enn ekki nægjanleg og það sé að miklu leyti vegna skorts á forystu frá pólitískum leiðtogum. Ítrekað er í skýrslunni að heimurinn þurfi að læra af faraldri nýju kórónuveirunnar. „Mistök við að læra lexíur Covid-19 og að bregðast við að grípa til aðgerða með tilheyrandi skuldbindingum, mun þýða að næsti faraldur, sem mun án efa eiga sér stað, mun hafa jafnvel verri afleiðingar,“ segir í skýrslunni. Aldrei fleiri smitast á einum degi WHO, segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda smita kórónuveirunnar á einum sólarhring í gær. Staðfest smit í heiminum öllum voru tæplega 308 þúsund og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Fyrra met stóð í tæplega 307 þúsund smitum á sólarhring. Þá létu 5.500 manns lífið í gær og er fjöldi látinna því kominn í 917 þúsund manns. Mesta aukningin í smitum er nú á Indlandi (94.372), í Bandaríkjunum (45.523) og í Brasilíu (43.718). Allt í allt hafa rúmar 28 milljónir smitast, flest í Norður- og Suður- Ameríku. WHO hefur einnig varað við því að dauðsföllum muni líklega fjölga í Evrópu í október og nóvember. Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, sagði að ástandið yrði erfiðara. Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira