„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 07:54 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníur, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi í gær. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. Forsetinn segist ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert ástandið verra en áður en ástandið á vesturströnd Bandaríkjanna þykir sögulegt og hefur ekki verið verra í manna minnum. Met hafa verið slegin í Kaliforníu, Oregon og Washington þar sem gróðureldar hafa breitt gífurlega mikið og hratt úr sér. Tugir eru látnir og fer þeim fjölgandi. Trump ferðaðist til Kaliforníu í gær þar sem hann ræddi við ráðamenn. Þeir hvöttu hann til að hugsa um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif það hefði. „Ef við hunsum vísindin og stingum hausnum í sandinn og höldum að þetta snúist um umhirðu skóga, mun okkur ekki takast að vernda íbúa Kaliforníu í sameiningu,“ sagði Wade Crowfoot, forstöðumaður umhverfisstofnunar Kaliforníu. Trump svaraði um hæl og sagði: „Það mun kólna, vittu bara til.“ Crowfoot sagðist óska þess að vísindin styddu mál forsetans. „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni,“ sagði Trump þá. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þá staðhæfingu Trump um að heimurinn muni kólna fara gegn raunveruleikanum. Hækkandi hitastig og verri þurrkar í Kaliforníu og víðar séu í takt við loftslagsbreytingar. Til marks um það hafa fimm stærstu gróðureldar Kaliforníu logað á undanförnum þremur árum og var hitamet sett í ríkinu í ágúst. „Kannski er til hliðstæður alheimur þar sem pottur á logandi hellu kólnar, en það er ekki í okkar alheimi,“ sagði vísindamaðurinn Chris Field. Gróðureldarnir hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og gagnrýndi Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, forsetann harðlega fyrir afstöðu sína. „Þetta er enn ein krísan. Önnur krísa sem hann mun ekki bera ábyrgð á,“ sagði Biden. Hann sagði einnig að afstaða Trump varðandi loftslagsbreytingar væri ekki að valda eldum og fellibyljum. Hann sé þó ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum og undir stjórn hans muni hamförum sem þessum halda áfram að fjölga. Biden kallaði Trump „loftslags brennuvarg“. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Hann hefur sömuleiðis sagt loftslagsbreytingar vera „gabb“ sem runnið sé undan rifjum Kínverja og sé ætlað að grafa undan efnahagi Bandaríkjanna. Hann hefur endrvakið þær yfirlýsingar sínar á undanförnum dögum og sagðist hann sömuleiðis hafa rætt við leiðtoga stórs Evrópuríkis sem sagði að þrátt fyrir að tréin í viðkomandi ríki væru líklegri til að brenna, væru skógareldar sjaldgæfari vegna mikillar umhirðu. „Þegar tré falla, eftir skamman tíma verða þau mjög þurr, um 18 mánuði, þau verða mjög þurr. Þau verða, í rauninni, eins og eldspýtur,“ sagði Trump. Hann sagði enn fremur að tréin springi í raun í loft upp. folks. pic.twitter.com/Gep1BcTfHx— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2020 Trump nefndi ekki umræddan þjóðarleiðtoga á nafn. Hann hefur þó áður haldið því fram að forseti Finnlands hafi sagt eitthvað svipað, en því neitaði sá. Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. 7. september 2020 11:37 Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. Forsetinn segist ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert ástandið verra en áður en ástandið á vesturströnd Bandaríkjanna þykir sögulegt og hefur ekki verið verra í manna minnum. Met hafa verið slegin í Kaliforníu, Oregon og Washington þar sem gróðureldar hafa breitt gífurlega mikið og hratt úr sér. Tugir eru látnir og fer þeim fjölgandi. Trump ferðaðist til Kaliforníu í gær þar sem hann ræddi við ráðamenn. Þeir hvöttu hann til að hugsa um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif það hefði. „Ef við hunsum vísindin og stingum hausnum í sandinn og höldum að þetta snúist um umhirðu skóga, mun okkur ekki takast að vernda íbúa Kaliforníu í sameiningu,“ sagði Wade Crowfoot, forstöðumaður umhverfisstofnunar Kaliforníu. Trump svaraði um hæl og sagði: „Það mun kólna, vittu bara til.“ Crowfoot sagðist óska þess að vísindin styddu mál forsetans. „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni,“ sagði Trump þá. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þá staðhæfingu Trump um að heimurinn muni kólna fara gegn raunveruleikanum. Hækkandi hitastig og verri þurrkar í Kaliforníu og víðar séu í takt við loftslagsbreytingar. Til marks um það hafa fimm stærstu gróðureldar Kaliforníu logað á undanförnum þremur árum og var hitamet sett í ríkinu í ágúst. „Kannski er til hliðstæður alheimur þar sem pottur á logandi hellu kólnar, en það er ekki í okkar alheimi,“ sagði vísindamaðurinn Chris Field. Gróðureldarnir hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og gagnrýndi Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, forsetann harðlega fyrir afstöðu sína. „Þetta er enn ein krísan. Önnur krísa sem hann mun ekki bera ábyrgð á,“ sagði Biden. Hann sagði einnig að afstaða Trump varðandi loftslagsbreytingar væri ekki að valda eldum og fellibyljum. Hann sé þó ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum og undir stjórn hans muni hamförum sem þessum halda áfram að fjölga. Biden kallaði Trump „loftslags brennuvarg“. Trump hefur lengi haldið því fram að stærsta ástæðan fyrir skógareldum á vesturströnd Bandaríkjanna sé að dauðar greinar og tré séu ekki rakaðar á brott. Umhirða skóga sé ekki nægjanleg. Hann hefur sömuleiðis sagt loftslagsbreytingar vera „gabb“ sem runnið sé undan rifjum Kínverja og sé ætlað að grafa undan efnahagi Bandaríkjanna. Hann hefur endrvakið þær yfirlýsingar sínar á undanförnum dögum og sagðist hann sömuleiðis hafa rætt við leiðtoga stórs Evrópuríkis sem sagði að þrátt fyrir að tréin í viðkomandi ríki væru líklegri til að brenna, væru skógareldar sjaldgæfari vegna mikillar umhirðu. „Þegar tré falla, eftir skamman tíma verða þau mjög þurr, um 18 mánuði, þau verða mjög þurr. Þau verða, í rauninni, eins og eldspýtur,“ sagði Trump. Hann sagði enn fremur að tréin springi í raun í loft upp. folks. pic.twitter.com/Gep1BcTfHx— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2020 Trump nefndi ekki umræddan þjóðarleiðtoga á nafn. Hann hefur þó áður haldið því fram að forseti Finnlands hafi sagt eitthvað svipað, en því neitaði sá.
Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50 Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. 7. september 2020 11:37 Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. 13. september 2020 07:50
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. 7. september 2020 11:37
Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15