Grét mest þegar hún sagði fólki frá Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2020 10:30 Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs fótboltakona úr Haukum. Eftir að hafa klárað Menntaskólann við Sund ákvað hún ásamt vinum að fara í heimsreisu, ferðast vítt og breytt um Asíu áður en hún héldi áfram skólagöngu sinni. Hún byrjaði í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík grunlaus um að nokkuð væri framundan annað en tímar, heimalestur og partí. En einn morguninn fann Harpa litla kúlu á bakvið eyrað. „Ég var ekki að hafa miklar áhyggjur af því og var ekkert að stressa mig,“ segir Harpa í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hægt og rólega byrjaði að myndast á sama stað stórt kýli. „Fyrst var mér ekkert illt í þessari kúlu en þegar leið á fékk ég mjög mikla verki í hana,“ segir Harpa sem ákvað að sýna móður sinni kýlið og þrátt fyrir að hafa ekki miklar áhyggjur létu þær athuga málið. Líklega væri um einhverja sýkingu að ræða. Harpa var í lyfjameðferð í þrjá mánuði. Hann kom ekki oft í heimsókn „Það kom aldrei upp í hugann að þetta væri mögulega krabbamein. Ég var meira stressuð yfir því að þetta væri mögulega einkirningasótt. Það kom ekkert í ljós úr myndatöku, sýnatöku og blóðprufu. Þar átti allt bara að vera eðlilegt en samt var eitthvað að. Síðan enda ég á því að fara í aðra sýnatöku og þá kom í ljós að þetta væri æxli.“ Svona lýsir hún deginum þegar hún fékk þær fréttir að hún væri veik. „Ég var hérna heima og af því að frændi minn er læknir þá kom hann í heimsókn. Hann er ekkert mjög vanur að koma í heimsókn. Hann talar við mömmu og pabba og ég er bara niðri í herberginu mínu. Ég heyrði að það væri eitthvað að. Síðan kem ég upp og hann tilkynnir mér að ég væri komin með æxli. Þetta var svo mikið sjokk og ég var alveg tvær vikur að átta mig á þessu, að ég væri með krabbamein. Ég fór bara að hágráta og ég man ekki alveg hvað ég hugsaði, þetta er allt svo í moðu.“ Harpa segist heppin með vini og fjölskyldu, á góðar systur sem stóðu með henni og einnig foreldrar hennar. „Mamma tók sér mjög mikið frí í vinnunni og var eiginlega alltaf með mér,“ segir Harpa en enginn nákomin henni var í öðrum gír en að sigra þennan óvelkomna sjúkdóm. Harpa fór í alls sex lyfjameðferðir sem tóku alls þrjá mánuði. Það þykir frekar mikið á stuttum tíma en þar sem hún var ung og hraust var ákveðið að fara þá leið. „Mér fannst það eiginlega bara betra því þá var þetta bara styttri tími en kannski erfiðara. Ég var í raun bara hrædd hvað þetta yrði erfitt, ekki hvað myndi gerast við mig. Ég vissi alveg að ég myndi sigra þetta.“ Hún og enginn í fjölskyldunni leyfðu sér aldrei að hugsa að allt gæti farið á versta veg. „Það var mjög erfitt fyrst að missa hárið og ég var mjög kvíðin fyrir því. Ég hélt að það yrði erfiðasti parturinn en ég varð að raka það af þar sem það var alltaf að detta af. Systur mínar rökuðu það af mér og það var í raun bara léttir. Þá samt leit ég út fyrir að vera veik, ég leit ekkert út fyrir að vera veik þegar ég var með hár. Ég keypti mér hárkollu en notaði hana í raun ekkert.“ Harpa fékk sér hárkollu en notaði hana mjög sjaldan. Harpa segir í léttum tón að ekki megi kvarta undan hárinu sínu við manneskju með krabbamein. „Ég tók þetta á smá spaugi líka, mér fannst alveg gaman að djóka með þetta og nota krabbameinskortið,“ segir Harpa og hlær. Erfiðast í öllu ferlinu fannst Hörpu Karen að segja öllum frá þessu. „Það var mikill léttir þegar ég var búin að segja öllum frá. Þá grét ég mest, þegar ég var að segja öllum frá. Þegar meðferðin leið var ég ekkert mikið að gráta. Mér fannst svo leiðinlegt hvað ég væri að segja vondar fréttir við vini mína.“ Harpa segir að það hafi því verið mjög góð tilfinning þegar hún gat sagt fólkinu sínu góðar fréttir, að þetta væri búið. Hún segist að ákveðnu leyti vera þakklát fyrir þessa reynslu. „Að sjá að maður komst í gegnum þetta. Ég er núna þakklát fyrir það að geta farið út í göngutúr eða fara að ferðast í framtíðinni. Maður gat ekki gert það í meðferðinni.“ Ísland í dag Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs fótboltakona úr Haukum. Eftir að hafa klárað Menntaskólann við Sund ákvað hún ásamt vinum að fara í heimsreisu, ferðast vítt og breytt um Asíu áður en hún héldi áfram skólagöngu sinni. Hún byrjaði í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík grunlaus um að nokkuð væri framundan annað en tímar, heimalestur og partí. En einn morguninn fann Harpa litla kúlu á bakvið eyrað. „Ég var ekki að hafa miklar áhyggjur af því og var ekkert að stressa mig,“ segir Harpa í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hægt og rólega byrjaði að myndast á sama stað stórt kýli. „Fyrst var mér ekkert illt í þessari kúlu en þegar leið á fékk ég mjög mikla verki í hana,“ segir Harpa sem ákvað að sýna móður sinni kýlið og þrátt fyrir að hafa ekki miklar áhyggjur létu þær athuga málið. Líklega væri um einhverja sýkingu að ræða. Harpa var í lyfjameðferð í þrjá mánuði. Hann kom ekki oft í heimsókn „Það kom aldrei upp í hugann að þetta væri mögulega krabbamein. Ég var meira stressuð yfir því að þetta væri mögulega einkirningasótt. Það kom ekkert í ljós úr myndatöku, sýnatöku og blóðprufu. Þar átti allt bara að vera eðlilegt en samt var eitthvað að. Síðan enda ég á því að fara í aðra sýnatöku og þá kom í ljós að þetta væri æxli.“ Svona lýsir hún deginum þegar hún fékk þær fréttir að hún væri veik. „Ég var hérna heima og af því að frændi minn er læknir þá kom hann í heimsókn. Hann er ekkert mjög vanur að koma í heimsókn. Hann talar við mömmu og pabba og ég er bara niðri í herberginu mínu. Ég heyrði að það væri eitthvað að. Síðan kem ég upp og hann tilkynnir mér að ég væri komin með æxli. Þetta var svo mikið sjokk og ég var alveg tvær vikur að átta mig á þessu, að ég væri með krabbamein. Ég fór bara að hágráta og ég man ekki alveg hvað ég hugsaði, þetta er allt svo í moðu.“ Harpa segist heppin með vini og fjölskyldu, á góðar systur sem stóðu með henni og einnig foreldrar hennar. „Mamma tók sér mjög mikið frí í vinnunni og var eiginlega alltaf með mér,“ segir Harpa en enginn nákomin henni var í öðrum gír en að sigra þennan óvelkomna sjúkdóm. Harpa fór í alls sex lyfjameðferðir sem tóku alls þrjá mánuði. Það þykir frekar mikið á stuttum tíma en þar sem hún var ung og hraust var ákveðið að fara þá leið. „Mér fannst það eiginlega bara betra því þá var þetta bara styttri tími en kannski erfiðara. Ég var í raun bara hrædd hvað þetta yrði erfitt, ekki hvað myndi gerast við mig. Ég vissi alveg að ég myndi sigra þetta.“ Hún og enginn í fjölskyldunni leyfðu sér aldrei að hugsa að allt gæti farið á versta veg. „Það var mjög erfitt fyrst að missa hárið og ég var mjög kvíðin fyrir því. Ég hélt að það yrði erfiðasti parturinn en ég varð að raka það af þar sem það var alltaf að detta af. Systur mínar rökuðu það af mér og það var í raun bara léttir. Þá samt leit ég út fyrir að vera veik, ég leit ekkert út fyrir að vera veik þegar ég var með hár. Ég keypti mér hárkollu en notaði hana í raun ekkert.“ Harpa fékk sér hárkollu en notaði hana mjög sjaldan. Harpa segir í léttum tón að ekki megi kvarta undan hárinu sínu við manneskju með krabbamein. „Ég tók þetta á smá spaugi líka, mér fannst alveg gaman að djóka með þetta og nota krabbameinskortið,“ segir Harpa og hlær. Erfiðast í öllu ferlinu fannst Hörpu Karen að segja öllum frá þessu. „Það var mikill léttir þegar ég var búin að segja öllum frá. Þá grét ég mest, þegar ég var að segja öllum frá. Þegar meðferðin leið var ég ekkert mikið að gráta. Mér fannst svo leiðinlegt hvað ég væri að segja vondar fréttir við vini mína.“ Harpa segir að það hafi því verið mjög góð tilfinning þegar hún gat sagt fólkinu sínu góðar fréttir, að þetta væri búið. Hún segist að ákveðnu leyti vera þakklát fyrir þessa reynslu. „Að sjá að maður komst í gegnum þetta. Ég er núna þakklát fyrir það að geta farið út í göngutúr eða fara að ferðast í framtíðinni. Maður gat ekki gert það í meðferðinni.“
Ísland í dag Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira