Hundruð mótmæla á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2020 16:24 Frá Austurvelli um klukkan 16:40. Vísir/Vilhelm Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira